Bólusetning fyrir covid19 hefst í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða í dag, 29. desember. Fyrstu sendingar koma til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði og Patreksfirði 29. og 30. desember. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að í fyrstu umferð verði allir íbúar á hjúkrunarheimilum stofnunarinnar á Ísafirði, Patreksfirði, Bolungarvík og Þingeyri bólusettir auk lækna og hjúkrunarfræðinga í framlínu. Einnig fá íbúar í þjónustuíbúðum Ísafjarðarbæjar á Þingeyri bóluefni, en þeir deila húsnæði með íbúum hjúkrunarheimilisins. Alls eru þetta um 70 skammtar.
„Fylgt er landsáætlun um forgangsröðun bæði í þessu skrefi og næstu skrefum og mikið samráð innan heilbrigðiskerfisins á landsvísu til að það bóluefni sem fæst nýtist sem best.“
Anna María Snorradóttir hjá embætti Landlæknis Íslands segir að það séu forgangshópar 1 og 3 samkvæmt reglugerðinni sem var ákveðið að yrðu í fyrsta hópnum.
Með kveðju,