Þrír greindust með Covid-19 í gær

Þrír voru greindir með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is, tveir þeirra voru í sóttkví við greiningu.

Nú eru 143 í einangrun á landinu vegna Covid-19 og 239 í sóttkví. 25 liggja á sjúkrahúsi vegna veirunnar og þar af er einn á gjörgæslu. Nýgengi innanlandssmita er nú 27,8.

Á Vestfjörðum er nú einn skráður í einangrun vegna Covid og fjórir eru í sóttkví.

DEILA