Sundlaugar landsins verða opnaðar að nýju í dag og eflaust margir sem hafa beðið þessa dags með óþreyju, en þær hafa verið lokaðar í rúmlega einn mánuð.
Það verða þó áfram fjöldatakmörk í gangi og fer fjöldinn eftir rekstrarleyfi viðkomandi sundstaðar þar sem þeim er heimilt að taka á móti 50% af þeim fjölda sem rekstrarleyfið segir til um. Þetta verður í gildi til 12. janúar 2021.
Sundlaugin í Bolungarvík opnaði í morgun fastagestum til mikillar ánægju.
Í Íþróttahúsinu hafa engar æfingar verið nema hjá yngri flokkum. Þar verður ekki breyting á nema að blakdeild Vestra getur hafið æfingar þar sem að Vestri leikur í efstu deild.