Sigríður Andersen fyrrv dómsmálaráðherra hefur verið í eldlínunni í vikunni eftir að niðurstaða Evrópudómstólsins í Strassborg var kynnt. Þar var fundið að skipun dómara við Landsrétt og fengu ráðherrann fyrrv og Alþingi gula spjaldið fyrir ráðninguna.
Indriði á Skjaldfönn dró málsvörn Sigríðar saman á sinn hátt en einhverra hluta vegna kallar hann vísuna öfugmælavísu:
Sigga öllum sóma ann
og síst vorn heiður skaðar.
Hún setti aldrei samflokksmann
í sæti nokkurs staðar.