Opið námskeið í hagnýtri aðferðarfræði

Námskeiðið Applied Methodology, eða Hagnýt aðferðarfræði, er kennt í Háskólasetrinu dagana 4.-22. janúar.

Kennarar eru dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóri Háskólaseturs, dr. Veronica Méndez Aragón, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun og dr. Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræði.

Námskeiðið er eitt af kjarnanámskeiðum beggja námsleiða, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnunar.

Öll námskeið á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi.
Öll kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.

Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningargjald eru aðgengilegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins eru aðgengilegar í námskeiðslýsingu.

DEILA