Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum fiski frá Víetnam með vöruheitinu Redtail Tinfoil Barb vegna ólöglegs aðskotaefnis sem talið er krabbameinsvaldandi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar.
Fram kemur í tilkynningunni að Matvælastofnun hafi fengið upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Efnið sem um ræðir, malachite green, er lyf sem á að vinna gegn sveppasýkingum fiska og hefur verið notað í fiskeld.
Fyrirtækið Dai Phat sem flutti vöruna til Íslands hefur innkallað allar framleiðslulotur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og eru viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.