Það er ekki við því að búast að veðrið á aðfangadag jóla verði beint jólalegt.
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Vestfjörðum frá kl.8 í fyrramálið og til miðnættis.
Veðurspáin fyrir Vestfirði er talsverð eða mikil rigning.
Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.
Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.