Jóladagatal Byggðasafns Vestfjarða árið 2020 þar sem leynast ýmsir molar jólanna í fróðleiks eða söguformi er á facebook síðu safnsins.
Þar kemur inn nýr fróðleikur á hverjum degi, umfjöllunarefni eru jólakötturinn, jólatré og að sjálfsögðu jólasveinarnir og annað sem tilheyrir jólunum.
Þá hefur safnið gefið úr lita- og þrautabók og er hún til sölu á safninu.
Kostar 1500kr og er alveg tilvalin í skóinn hjá krökkum á öllum aldri.
Myndirnar eru eftir hana Marsibil Kristjánsdóttur – Hægt að nálgast bækurnar með því að senda skilaboð á facebook