Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar tók fyrir að nýju í síðustu viku tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki sem bæjarstjórn hafði vísað aftur til nefndarinnar.
Leggur nefndin nú til að breyta afslætti á árskorti á skíðasvæði úr 20% í 50% fyrir einstaklinga með virkt árskort í sundi.
Þá er lagt til að afsláttur á árskorti komi í staðinn fyrir súperpassa sem detta út úr gjaldskrá nni fyrir næsta ár 2021. Lagt er til sérverð fyrir öryrka og ellilífeyrisþega á árskorti í sundi.
Málið gengur nú til bæjarráðs.