Ekkert ferðaveður

Á Vestfjörðum er víðast hvar er hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð á vegum, éljagangur og skafrenningur.

Búið er að opna yfir Steingrímsfjarðarheiði en þar er mjög takmarkað skyggni, þæfingsfærð og stórhríð.

Enn er ófært á Klettshálsi, Þröskuldum og norður í Árneshrepp.

Óvissustig er á Súðavíkurhlíð og þá er búið að loka Holtavörðuheiði.

Ófært er um Bröttubrekku og beðið er með mokstur fram eftir degi. Hjáleið er um Heydal.

Þetta er samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar kl. 14:00

DEILA