Bólusetning á Vestfjörðum vegna covid 19 hefst á morgun en ekki í dag, eins og fyrirhugað var. Byrjað var í morgun að keyra bóluefninu frá Reykjavík út á land.
Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að byrjað verði að bólusetja í fyrramálið.
Eins og fram kom fyrr í morgun verða allir íbúar á hjúkrunarheimilum stofnunarinnar á Ísafirði, Patreksfirði, Bolungarvík og Þingeyri bólusettir auk lækna og hjúkrunarfræðinga í framlínu. Einnig fá íbúar í þjónustuíbúðum Ísafjarðarbæjar á Þingeyri bóluefni, en þeir deila húsnæði með íbúum hjúkrunarheimilisins. Alls verða um 70 manns bólusettir.