30 ár frá hópheiðrun Önfirðinga

Hljómsveitin ÆFING að Efstalandi í Ölfusi þann 6. október 1990.

Fjölmenn Bítlavaka var haldin þann 6. október 1990 að Efstalandi í Ölfusi. Þá var fyrsta samkoman í seinna tímaskeiði á glæsilegum ferli Hljómsveitarinnar ÆFINGAR frá Flateyri sem stendur enn… Hljómsveitin er 52 ára í dag sunnudaginn 27. desember 2020. ÆFING kom fram fyrsta sinni í Samkomuhúsinu á Flateyri á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi þann 27. desember 1968.

 

Á mynd eru Önfirðingarnir tíu sem voru heiðraðir að Efstalandi í Ölfusi fyrir framlög sín til mannlífs og menningar á Bítlatímanum í Önundarfirði og víðar vestra.

Efri röð frá vinstri: Sara Vilbergsdóttir (látin), Ólafur Ragnarsson, Björn E. Hafberg (látinn), Guðbjarni Jóhannsson (látinn) og Ólafur R. Jónsson. Neðri röð frá vinstri: Guðbergur Guðnason, Magnús Th. Benediktsson, Gunnar Ásg. Benediktsson, Guðbjartur Jónsson og Guðmundur Björn Haraldsson (látinn).

 

Ljósm.: Spessi.

 

 

Skráð af Menningar Bakki.

DEILA