Sjónvarpsstöðin hefur að undanförnu sýnt athyglisverða þætti um atvinnulíf á Vestfjörðum.
Í kvöld kl. 20:30 er á dagskrá þáttur þar sem rætt er við Gunnþórunni Bender framkvæmdastjóra Westfjords Adventures, en fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu við ferðafólk á Vestfjörðum, auk þess sem fyrirtækið rekur ferðaskrifstofu.
Í þættinum verður einnig rætt við Skjöld Pálmason framkvæmdastjóra Odda á Patreksfirði en vinnsla er hafin hjá fyrirtækinu á ferskum laxi, sem fyrirtækið kaupir af laxeldisfyrirtækinu Atric fish.
Hjá sjónvarpsstöðinni má einnig skoða eldri þætti um atvinnulíf á Vestfjörðum, en þessir þættir hafa verið gerðir í samvinnu við Vestfjarðastofu.