YTveir Vestfirðingar voru kosin í stjórn Hafnasambandsins á aðalfundi þess í morgun. Það eru þau Guðmundur M. Kristjánsson, Ísafirði og Rebekka Hilmarsdóttir, Vesturbyggð, sem kom ný inn í stjórnina.
Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var kjörinn formaður Hafnasambands Íslands og tekur Lúðvík við af Gísla Gíslasyni sem hefur verið formaður hafnasambandsins frá árinu 2004.
Aðalmenn í stjórn:
- Lúðvík Geirsson, Hafnarfjarðarhöfn, formaður
- Magnús Þór Ásmundsson, Faxaflóahafnir
- Guðmundur Kristjánsson, Hafnir Ísafjarðarbæjar
- Eydís Ásbjörnsdóttir, Fjarðabyggðarhafnir
- Pétur Ólafsson, Hafnasamlag Norðurlands
- Rebekka Hilmarsdóttir, Hafnir Vesturbyggðar
- Hanna Björg Konráðsdóttir, Reykjaneshöfn