Sigurjón A. Guðmundsson hefur sótt um að fóstra leifar af skúrbyggingu í brekku fyrir ofan heimilið sitt við Aðalgötu 47 á Suðureyri. Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar fól skipulagsfulltrúa að vinna samning um lóð í fóstur.
Í erindi Sigurjóns kemur fram að hafi lengi verið þaklaus og það ástand bjóði upp á slysahættu þar sem börn hafa oft og tíðum verið á leik kringum skúrinn og klifrað upp á veggina. Segir Sigurjón í bréfi sínu til nefndarinnar að enginn sem dytti ofan í skúrinn kæmist upp úr honum nema að fá stiga til aðstoðar. Flatarmáls kúrsins er 2 x 2,5 metrar. Enginn á skúrinn en landsvæðið er í eigu bæjarfélagsins og er óskað eftir samningi til 15 ára um landið og afnot af skúrnum.