Skemmdarverk, umferðaróhapp, foktjón og hvalreki

Lögreglan á Vestfjörðum hefur haft í nógu að snúast síðustu daga.

Skemmdarverk voru unnin á kyrrstæðri bifreið á Flateyri er skorið var á tvo hjólbarða. Þetta mun líklega hafa orðið á fimmtudeginum eða föstudeginum.

Umferðaróhapp og eignatjón varð í Bolungarvík á þriðjudag er ökumaður missti stjórn á bifreið sinni vegna hálku með þeim afleiðingum að hún hafnaði á húsvegg. Skemmdir urðu bæði á bifreiðinni og húsinu en engan sakaði.

Þá varð tjón á traktorsgröfu á Ísafirði er einangrunarplata fauk frá byggingasvæði skammt frá. Við það brotnaði hliðarspegilinn á gröfunni. Fleiri plötur fóru á flug.

Þá varð hvalreki í Dýrafirði í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum tilkynnanda var dýrið dautt. Umhverfisstofnun hefur verið tilkynnt um málið.

DEILA