N4 á ferð um vestfirði

Sjón­varps­stöðin N4 hefur verið á ferð um Vest­firði og fjallað um öflugt atvinnulíf, ferða­þjón­ustu og samfé­lögin m.a. í Vest­ur­byggð. Þætt­irnir eru unnir í samstarfi við Vest­fjarða­stofu.

Hægt er að skoða þessa þætti og eru hér fyrir neðan upplýsingar um þá þætti og tenglar til að skoða þá:

Landsbyggðir – Atvinnulífið á Vestfjörðum

Rætt við Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra í Vesturbyggð og Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish.

Atvinnupúlsinn á Vestfjörðum – 3. þáttur

Meðal annars er rætt við Skjöld Pálmason hjá Odda hf, Gunnþórunni Bender hjá Westfjords Adventures og Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur hjá Villimey

Atvinnupúlsinn á Vestfjörðum – 4. þáttur

Fjallað um Íslenska Kalkþörungafélagið á Bíldudal ásamt því að skoða aukin umsvif og framkvæmdir á Bíldudalshöfn. Einnig rætt við Barða Sæmundsson hjá Loga ehf og fjallað um fjölskyldufyrirtækið Tungusilung á Tálknafirði.

Atvinnupúlsinn á Vestfjörðum – 5 þáttur samantekt

Opnun Dýrafjarðarganga

Fjallað um Dýrafjarðargöng og opnun þeirra. Rætt m.a. við Guðrúnu Önnu Finnbogadóttur, verkefnastjóra hjá Vestfjarðastofu og Sigríði Björg Gísladóttur eiganda Hótel West á Patreksfirði.

DEILA