Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson fæddist á Egilsstöðum 24. nóvember 1917. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa í Hermes á Reyðarfirði, og Sigríður Þorvarðardóttir Kjerúlf, húsfreyja í Hermes.
Þorsteinn var sonur Jóns Bergssonar, bónda, kaupmanns, pósts- og símstöðvarstjóra og loks kaupfélagsstjóra á Egilsstöðum, og k.h., Margrétar Pétursdóttur húsfreyju.
Sigríður var dóttir Þorvarðar Andréssonar Kjerúlf, læknis og alþingismanns á Ormarsstöðum í Fellum, og s.k.h., Guðríðar Ólafsdóttur Hjaltested húsfreyju. Seinni maður hennar og stjúpfaðir Sigríðar var Magnús Blöndal Jónsson, prestur í Vallanesi.
Þorvarður var bróðir Þorgeirs, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, föður Herdísar fyrrverandi forsetaframbjóðanda, og bróðir Jóns, föður Eiríks Jónssonar fjölmiðlamanns.
Börn hans og Önnu Einarsdóttur, fyrri eiginkonu hans, eru:
Einar – fv. umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi.
Sigríður – verslunamaður (rak og átti um árabil verslunina Pipar og salt á Klapparstíg).
Margrét – hjúkrunarfræðingur.
Guðbörg Anna – dýralæknir (Dýralæknastofa Dagfinns)
Þorsteinn – búnaðarráðunautur.
Með Ólafíu Þorvaldsdóttur, fv. sambýliskonu átti hann tvær dætur, þær eru
Dagbjört Þyri – hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri
Þórunn – verslunarmaður
Með seinni eiginkonu sinni, Magdalenu Thoroddsen átti hann tvær dætur, þær eru:
Ólína Kjerúlf – þjóðfræðingur, fv. alþingismaður og skólameistari
Halldóra Jóhanna – prófastur í Suðurprófastdæmi.
Þá eignaðist hann ungur að aldri dótturina Dýrfinnu sem skrifuð er Jónsdóttir og búsett á Selfossi.
Þorvarður lauk stúdentsprófi frá MA 1938, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1944 og fékk hdl-réttindi 1950. Hann hóf störf í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 1944, varð fulltrúi þar 1946 og deildarstjóri 1971 og starfrækti lögmannsstofu í Reykjavík um skeið samhliða störfum í ráðuneytinu.
Þorvarður var bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1973-83 er hann baðst lausnar af heilsufarsástæðum.
Um Þorvarð segir Ármann Snævarr í minningargrein: „Hann var að eðlisfari og öllu geðslagi friðsamur maður, rólyndur og æðrulaus, þótt á móti blési, maður með ríka réttlætiskennd, tryggur og góður félagi, hreinlyndur og hreinskiptinn.“
Þorvarður lést 31. ágúst 1983.
Skráð af Menningar Bakki.