Merkir Íslendingar – Ólafur Hannibalsson

Ólaf­ur Hanni­bals­son fædd­ist á Ísaf­irði 6. nóv­em­ber 1935.

For­eldr­ar hans voru Sól­veig Sig­ríður Ólafs­dótt­ir hús­freyja, f. 1904 á Strand­selj­um í Ögur­sveit, d. 1997, og Hanni­bal Gísli Valdi­mars­son, alþing­ismaður og ráðherra, f. 1903 í Fremri-Arn­ar­dal við Skutuls­fjörð, d. 1991.
Ólaf­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni árið 1956 og stundaði nám við há­skól­ann í Delaware í Banda­ríkj­un­um og við hag­fræðihá­skól­ann í Prag í Tékklandi á ár­un­um 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loft­leiðum í New York, var rit­stjóri Frjálsr­ar þjóðar 1964-1970, með árs­hléi 1968 þegar hann vann að haf­rann­sókn­um. Hann var skrif­stofu­stjóri ASÍ 1971-1977. Ólaf­ur var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1995-1999.
Um tíu ára skeið til árs­ins 1987 var Ólaf­ur bóndi í Selár­dal og síðan blaðamaður, rit­höf­und­ur og rit­stjóri. Ásamt Jóni Hjalta­syni og Hjalta Ein­ars­syni skrifaði hann 50 ára sögu Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna, sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsks­ins eft­ir Mark Kurlan­sky og skráði ásamt konu sinni Sól­ar­meg­in, end­ur­minn­ing­ar Her­dís­ar Eg­ils­dótt­ur kenn­ara. Síðustu árin vann Ólaf­ur að Djúp­manna­tali, skrá ábú­enda við Ísa­fjarðar­djúp frá 1801 til 2011, og komið er út.
Ólaf­ur lét sig þjóðmál miklu varða, tók virk­an þátt í ýms­um aðgerðum, ritaði ótal grein­ar og hélt út­varps­er­indi um inn­lend og er­lend mál­efni.
Eig­in­kona Ólafs er Guðrún Pét­urs­dótt­ir lífeðlis­fræðing­ur, f. 1950. For­eldr­ar henn­ar voru Pét­ur Bene­dikts­s­son, alþing­ismaður og banka­stjóri, og Guðrún Eggerts­dótt­ir Briem. Dæt­ur Ólafs og Guðrún­ar eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs með fyrri eig­in­konu sinni, Önnu G. Kristjáns­dótt­ur kenn­ara, f. 1935, eru Hugi, Sól­veig og Krist­ín.
Ólaf­ur lést á heim­ili sínu í Þykkvabæ í Reykja­vík 30. júní 2015.

Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA