Merkir Íslendingar – Jónas Hallgrímsson

Í dag, 16. nóvember 2020, á degi ís­lenskr­ar tungu, eru 213 ár frá fæðingu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar. Hann fædd­ist á Hrauni í Öxna­dal þann 16. nóvember 1807.

 

Jónas var son­ur Hall­gríms Þor­steins­son­ar, aðstoðarprests séra Jóns Þor­láks­son­ar, skálds á Bæg­isá, og Rann­veig­ar Jóns­dótt­ur af Hvassa­fell­sætt. Er Jón­as var átta ára drukknaði faðir hans.
Jón­as lauk stúd­ents­prófi frá Bessastaðaskóla 1829, sigldi til Kaup­manna­hafn­ar 1832, hóf laga­nám en söðlaði fljót­lega um, hóf nám í nátt­úru­fræði og lauk próf­um í nátt­úru­fræði (steina­fræði og jarðfræði) við Hafn­ar­há­skóla 1838.
Jón­as stofnaði árs­ritið Fjölni árið 1835, ásamt Brynj­ólfi Pét­urs­syni, Kon­ráð Gísla­syni og Tóm­asi Sæ­munds­syni. Mark­mið Fjöln­is var að blása í þjóðfrels­is­glóð hníp­inn­ar þjóðar, minna hana á sínu fornu frægð og upp­lýsa hana um það besta í skáld­skap og vís­ind­um álf­unn­ar. Ljóð Jónas­ar, Íslands far­sæld­ar frón, sem er grísk­ur fimmliðahátt­ur, birt­ist í fyrsta ár­gangi Fjöln­is sem nokk­urs kon­ar stefnu­skrá hans.
Jón­as var, ásamt Bjarna Thor­ar­en­sen, boðberi nýrr­ar gull­ald­ar í ís­lenskri ljóðagerð, varð helsta skáld ís­lenskra stúd­enta í Höfn, hef­ur sl. 150 ár verið tal­inn ást­sæl­asta skáld þjóðar­inn­ar og jafn­framt eitt fremsta skáld Evr­ópu á sinni tíð.
Jónas­ar smíðaði fjölda nýyrða, m.a. aðdrátt­ar­afl, fjaður­magnaður, hita­belti, ljósvaki, sjón­ar­horn, sól­myrkvi, spor­baug­ur og vetr­ar­braut. Hann fékk rík­is­styrk til rann­sókna á nátt­úrufari Íslands, vann að því verki 1839-1842 og setti fram merk drög að kenn­ingu um land­mynd Íslands. Hann fór í rann­sókna­ferðir um landið, lenti í hrakn­ing­um síðsum­ars 1839, hafði næst­um orðið úti, fékk slæma brjóst­himnu­bólgu, lá rúm­fast­ur í Reykja­vík næsta vet­ur, en hélt til Kaup­manna­hafn­ar 1842 og var bú­sett­ur í Dan­mörku þrjú síðustu ævi­ár­in.

 

Jón­as fót­brotnaði illa er hann féll í stiga og lést á Friðriks­spít­ala í Kaup­manna­höfn 26. maí 1845.

Framan við íbúð Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn.

Skráð af Menningar-Bakki.

 

DEILA