Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að samþykktar verði greiðslur íþrótta- og tómstundastyrkja til lágtekjuheimila samkvæmt ákveðnum reglum.
Reglurnar eru settar til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og
tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og
tómstundastarfs og veitir ríkið fjármagni til þess til þess að vinna gegn fjárhagslegum áhrifum covid veirunnar.
45.000 kr fyrir hvert barn
Fyrir lok skólaárs 2020-2021 skal greiða íþrótta- og tómstundastyrk með börnum fæddum á árunum 2005 til 2014 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum. Með tekjulágum
heimilum er átt við heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða
sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars 2020 til júlí 2020, sjá nánar í 3. gr. um staðfestingu á tekjuviðmiði.
Styrk skal greiða vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og tómstundastarf á skólaárinu 2020- 2021, allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn.
Íþrótta- og tómstundastyrkir eru veittir vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Ekki er heimilt að nýta íþrótta- og tómstundastyrk til greiðslu á tækjum, búnaði, fatnaði og ferðum.
Sækja verður um styrkinn. reglurnar gilda fyrir skólaárið 2020-2021.
Málið fer fyrst til íþrótta- og tómastundanefndar til kynningar og svo til bæjarstjórnar til afgreiðslu.