Hvasst og úrkomusamt í dag og á morgun

Veðrið 4. nóvembe 2020

Í dag verður suðvestan stormur og á morgun má búast við töluverðri rigningu á Vestfjörðum. Gular viðvaranir eru í öllum landshlutum nema fyrir Suðvesturland vegna hvassviðris. Spáin í dag gerir ráð fyrir suðvestan 13-26 m/s, en heldur hægari vindi suðvestanlands.

Rigning með köflum, en samfelldari úrkoma vestantil framan af degi. Bætir heldur í vind og dregur úr vætu síðdegis.

Í nótt verður suðlæg átt, 5-15 m/s. Gengur svo í suðvestan 18-25 m/s og rigningu með köflum uppúr hádegi á morgun, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 7 til 13 stig að deginum.

Meðfylgjandi er skjáskot af veðurkortinu klukkan 18 í dag.

DEILA