Hafdís Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambans Vestfirðinga segir að þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í verði tekið fyrir í stjórninni. Hún segir að um um risastórt öryggismál landsmanna sé að ræða.
Á Fjórðungsþingi í október síðastliðinn var ályktað um flugmál og þar segir um Reykjavíkurflugvöll:
„Þá minnir Fjórðungsþing á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir samgöngur á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, Bíldudals og Gjögurs eru mikilvægustu almenningssamgöngur Vestfirðinga og lífæð byggðanna stóran hluta ársins.“