Vegagerðin hefur unnið að viðgerð á þremur brúm í gamla Snæfjallahreppi. Er það brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar á Hvammstanga ásamt Hannesi Hilmarssyni verktaka sem vinnur verkið.
Brýrnar á Flautá og Torfá í Kaldalóni hafa verið endurnýjaðar og sett ný brú yfir Dalsá í Unaðsdal.
Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum Hannesar Hilmarssonar er um miklar framfarir að ræða.