Bólusetning gegn inflúensu náði ekki til forgangshópa

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í október sagði að ákveðin forgangsröðun hefur verið sett upp varðandi bólusetningu og að heilsugæslan hafi sent bréf til þeirra hópa sem eru í forgangi og byrjað verður á að bólusetja.

Í forgangshópum eru allir þeir sem náð hafa 60 ára aldri og þeir sem eru með undirliggjandi áhættuþætti eins og hjartasjúkdóma, sykursýki, öndunarfærasjúkdóma eða blóðþurrðarhjartasjúkdóma.

Í byrjun nóvember tilkynnti stofnunin svo að aðsókn í bólusetningu vegna inflúensu hafi aldrei verið jafngóð og nú og því miður hafi þurft að vísa fólki frá vegna þessa, þar með talið fólki sem hefur undirliggjandi sjúkdóma.

Örfáir skammtar eru eftir sem verða gefnir fólki í mestri áhættu og verður haft samband við þau beint.
Við getum því ekki tekið við fleiri bókunum eða símtölum með óskum um bólusetningu segir á vef Heilbrigðisstofnunar.

DEILA