Bjargráðasjóði fær 500 milljónir

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tryggt aukið fjármagn til Bjargráðasjóðs vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur.
Veitt verður 500 milljónum aukalega í sjóðinn á árinu 2020.

Bjargráðasjóður starfar sam­kvæmt lög­um nr. 49/2009 og er sjálf­stæð stofn­un í eigu rík­is­ins.

Hlut­verk hans er að veita ein­stak­ling­um og fé­lög­um fjár­hagsaðstoð til að bæta meiri­hátt­ar beint tjón af völd­um nátt­úru­ham­fara, meðal ann­ars vegna tjóns á girðing­um og vegna upp­skeru­brests af völd­um óvenju­legra kulda, þurrka og kals.

Fjár­hagsaðstoð sjóðsins felst í veit­ingu styrkja sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni í sam­ræmi við fjár­hag og stöðu sjóðsins.

Með aukinni fjárveitingu verður sjóðurinn betur í stakk búinn til að styðja við bændur sem lentu í tjóni vegna óveðursins í desember 2019 og almennrar vetrarhörku síðasta vetur.

DEILA