Knattspyrna: Bjarni Jó ekki áfram með Vestra

Það liggur nú fyrir að þetta tímabil er það síðasta sem Bjarni Jóhannsson þjálfa Vestra.

Tímabilið er það síðasta í 3. ára samningi Bjarna og ekki verður um framlengingu að ræða.

Mikil ánægja hefur verið með störf Bjarna frá því hann kom vestur 2018, en hann kom liðinu upp úr 2. deildinni og skilur það eftir í góðum málum í 1. deildinni, þar sem liðið er nú í sjöunda sæti .

„Bjarna verður sárt saknað fyrir vestan, enda unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn. Knattspyrnudeild Vestra þakkar Bjarna fyrir árin þrjú og við óskum við honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur“ segir Samúel Samúelsson formaður knattspyrnudeildar Vestra

DEILA