Fram kemur í svörum Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra við fyrirspurnum Í listans um knatthúsið sem reisa á á Ísafiði, að Norðmenn hafa ekki enn samþykkt skilmála, sem settir
voru fram af hálfu Consensa, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar, varðandi tryggingar o.fl. skilmála.
Þess vegna hefur komið til tals að bjóða verkið út að nýju, verði ekki hægt að ganga frá samningsdrögum við norðmenn á grundvelli útboðsgagna. Fyrri byggingarnefnd skilaði af sér fínni vinnu, segir í svari bæjarstjóra, en hins vegar megi ljóst vera að komi til nýs útboðs, þurfi líklega að endurskoða einhverja skilmála fyrri útboðs, s.s. verð og frávik. Spurningunni um hvort kjósa eigi nýja byggingarnefnd er ekki svarað.
Spurningunni um það hvort til standi að bjóða fulltrúum minnihlutans að sitja fundi embættismanna um knatthús er svarað á þann veg að bæjarstjóri boði til fundanna í umboði bæjarráðs.
2,4 m.kr. í ráðgjöf
Spurt var um kostnað bæjarsjóðs vegna vinnu við knatthús til 1. sept. Kostnaður við vinnu, s.s. lögfræðiaðstoð, verkfræðiráðgjöf og ráðgjöf Ríkiskaupa. Sá kostnaður er orðinn kr. 2.422.332 og skiptist kostnaður eftirfarandi:
Bókunardags Lýsing Staður Upphæð
31.1.2020 Ríkiskaup 80.724
29.2.2020 Ríkiskaup 38.157
30.4.2020 Juris slf. 46.000
31.5.2020 Juris slf. 432.400
31.5.2020 Mannvit hf. 302.600
30.6.2020 Verkís hf. 658.870
30.6.2020 Juris slf. 160.713
31.7.2020 Verkís hf. 74.570
31.7.2020 Verkís hf. 89.733
31.8.2020 Verkís hf. 203.090
1.10.2020 Consensa ehf 335.475
Samtals 2.422.332 kr.