Bólusetningar vegna inflúensu eru að hefjast á Ísafirði.
Ákveðin forgangsröðun hefur verið sett upp og hefur heilsugæslan sent bréf til þeirra hópa sem eru í forgangi og byrjað verður á að bólusetja.
Í forgangshópum eru allir þeir sem náð hafa 60 ára aldri og þeir sem eru með undirliggjandi áhættuþætti eins og hjartasjúkdóma, sykursýki, öndunarfærasjúkdóma eða blóðþurrðarhjartasjúkdóma.
Mikilvægt er að þeir sem fengið hafa bréf skili sér í bólusetningu.
Bókun fer fram í síma 450-4500 milli kl. 8:00 og 16:00 alla virka daga.
Þegar bólusetningu þessara hópa er lokið verður opnað fyrir almenna bólusetningu.
Nóg er til af bóluefni hjá heilsugæslunni, forgangsröðunin er gerð til að ná betur til þeirra sem hafa áhættuþætti og auðvelda skipulagningu á COVID tímum.
Hægt er að lesa sig til um bólusetningu fyrir inflúensu á heimasíðu landlæknisembættis.