Fjárfestar hafa strax í morgun skráð sig fyrir því hlutafé sem var til sölu í Arnarlax eða Iceland Salmon. Um er að ræða um 5 milljón hluti sem eru til sölu. Þar af eru gefnir út 3.756.522 nýir hlutir og til sölu eru 1.281.518 hlutir í eigu núverandi hluthafa. Eftirspurn er þegar meiri en framboð af hlutum. Skráningu er ekki lokið.
Verðmæti hlutanna er gefið upp í tilkynningu norsku kauphallarinnar sem um 580 milljónir norskra króna eða um 8,5 milljarða íslenskra króna.
Verð á hvern hlut er 115 norskra króna eða 1.725 íslenskar krónur.
Stærstu fjárfestarnir sem hafa skráð sig eru Gildi sem skráð er fyrir 194 milljónir norskra króna eða um 3 milljarða íslenskra króna, Stefnir 77,7 milljónir norskra króna og Edvin Austbö með 21,6 norskra króna.