Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði.
Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því.

Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Þessi leið hefur skilað góðum árangri þar sem margir þátttakendur raunfærnimatsins hafa haldið áfram námi og lokið sveinsprófi að loknu matinu.

Raunfærnimat er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Mat á raunfærni byggir á þeirri hugmynd að nám sé verðmætt og að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað.

Viltu láta meta reynslu þína og þekkingu? Hafðu endielga samband og kannaðu möguleika þína til raunfærnismats, Fræðslumiðstöð Vestfjarða tekur vel á móti þér.

Hægt er að droppa inn á Suðurgötu 12 Ísafirði eða hringja í sími 4565025.

DEILA