Alls var landað rúmum 518 tonnum í Patrekshöfn í síðasta mánuði.
Mest bar á strandveiðibátum og var afli um 30 báta um 176 tonn í mánuðinum í 304 löndunum.
Tveir línubátar lönduðu um 293 tonnum. Núpur BA aflaði 176 tonnum og Patrekur BA um 117 tonnum. Þrír dragnótabátar lönduðu 49 tonnum. Það voru Saxhamar SH, Esjar SH og Ísey EA.
289 tonn í september
Það sem af er september hefur 289 tonnum verið landað í Patrekshöfn. Línubátarnir Núpur BA og Patrekur BA eru komnir með 204 tonn samtals og tveir dragnótabátar af Snæfellsnesi, Saxhamar og Rifsarinn, hafa landað 71 tonni. Þá hafa fjórir handfærabátar landað 14 tonnum.