Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Í- listans segir að Í listinn hafi ekki lagt blessun sína yfir samninginn við Ísófit um líkamsræktaraðstöðu. Hún bendir á að Í listinn hafi á síðasta bæjarstjórnarfundi óskað eftir því að máli verði á dagskrá næsta fundar bæjarstjórnar. Aðspurð segist Nanný Arna að hafi ekki enn getað lagt mat á samninginn þar sem hún hafi ekki enn séð tillögur beggja aðila sem sendar voru inn í síðasta mánuði ( Þrúðheima og Ísófit). Hins vegar hafi vinnuferlið getað verið betra, „sýn bæjarins var ekki skýr í upphafi um það hvað bærinn vildi.“
Nanný Arna segir að svo virðist að að um útboðsskyldan samning sé að ræða þar sem samningsfjárhæðin fari yfir 12 milljónir króna.
Af hálfu meirihlutans er því haldið fram, að sögn Nannýjar, að um sé að ræða þjónustusamning en ekki þjónustukaup og fjárhæðarmörkin séu þá hærri eða 15,5 milljónir króna.
Samingurinn er til þriggja ára og mánaðarleg greiðsla 420 þúsund krónur. Samanlögð fjárhæð samningsins er 15.120.000 kr.