Ísafjarðarbær: gerum þær breytingar sem þarf

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að athugasemdir Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins hafi komið dálítið á óvart „en við erum bara að yfirfara þessa samninga og munum gera þær breytingar sem þarf að gera á þeim til að uppfylla þessar kröfur.“

Ráðuneytið gerði bréflega athugasemdir við fimm samstarfssamninga Ísafjarðarbæjar við önnur sveitarfélög og byggðasamlög. Samningarnir voru gerðir frá 2003 til 2015.

Fer ráðuneytið fram á að því bætt verði úr fyrir og að því verði greint frá eigi síðar en 15. nóvember n.k. hverjar úrbætur bæjarins verða.

Athugasemdirnar snúa að ákvörðunartöku í samstarfinu, óheimilu framsali valds  og ófullnægjandi formi á frágangi samstarfsins.

DEILA