Það hefur löngum tíðkast hér á landi að baka rúgbrauð í gömlum mjólkurfernum eða jafnvel í Machintosh dósum.
Slíkar umbúðir eru ekki framleiddar með það í huga að vera við háan hita í ofni í langann tíma.
Efni úr umbúðunum s.s. úr plasthúðinni í mjólkurfernunni geta flætt yfir í brauðið við baksturinn.
Það getur valdið okkur heilsuskaða ef við neytum þessara efna í miklum mæli að því er kemur fram á vefsíðu Matvælastofnunar.
Notum frekar form eða ílát sem eru ætluð til baksturs.