Útskrift Lýðskólans í netheimum

Lýðskólinn á Flateyri. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Vegna augljósra aðstæðna verður ekki hægt að halda fjölmenna útskrift Lýðskólans á Flateyri og hafa stjórnendur skólans ákveðið að útskriftin sem hefst kl. 14:00 Í dag, laugardaginn 8. ágúst,  verði streymt á facebooksíðu skólans. Fram kemur í fréttatilkynningu frá skólanum að aðeins nemendur og starfsfólk skólans verði viðstatt í raunheimum en vonast er eftir að þeir sem ætluðu að mæta,  muni njóta þess að horfa á streymið.

Nemendur hafa á skólaárinu unnið að allskyns listaverkum sem verða til sýnis yfir komandi helgi og verður þeim komið fyrir á hinum og þessum stöðum á Flateyri, þannig að hægt verði að njóta listaverkanna og virða um leið tilmæli sóttvarnarlæknis. Til að leyfa sem flestum að njóta þeirra, hafa verið teknar myndir af verkunum sem og stutt myndbönd sem verða sett á facebooksíðu skólans.

bryndis@bb.is

DEILA