Frá árinu 2000 hefur Gleðigangan verið skipulögð í Reykjavík annan laugardag í ágúst sem hluti af Hinsegin dögum.  Nú liggur fyrir að Covid19 setur strik í reikninginn eins og á svo mörgum sviðum og öll hátíðarhöld Hinsegin daga hafa verið felld niður. Fram kemur á vef Hinsegin daga að til standi að halda fræðsluviðburði síðar á árinu, sem og ýmsa menningarviðburði.

Í kvöld kl. 21:00 verður á RUV skemmtiþáttur í tilefni af 20 á afmæli Gleðigöngunnar þar sem flutt verður tónlist og fólk tekið tali. Þátturinn er framleiddur í samstarfi RÚV og Hinsegin daga.

 

DEILA