Sjávarútvegsskólinn er verkfæri til að miðla þekkingu til barna og ungmenna um sjávarútveg og upplýsa um þau störf sem þeim standa til boða og eru staðsett í þeirra heimabyggð. Þetta kemur fram á facebook síðu Arnarlax en fyrirtækið tók á dögunum á móti ungu fólki frá Tálknafirði og Vesturbyggð. Hópurinn fékk kynningu á fyrirtækinu og skoðun og ef marka má myndina voru þau ánægð með heimsóknina. Það var Arnarlax líka sem segir að Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Vesturbyggð sé verkefni sem horft er til með framtíð fiskeldis í huga.
Bryndis@bb.is