Peningasóun að girða á Flateyri

Nú er upp runninn sá tími að blessaðar ærnar eru að skila sér til byggða eftir sumardvöl á fjöllum, það er að segja þær sem ekki voru allan tímann á þjóðveginum. Og þangað til þeim verður smalað til síns heima má búast við að sjá þær í blómlegum beðum grandalausra íbúa í þorpunum hér í kring.

Á Flateyri hefur þetta verið viðvarandi vandamál og þar er mörgum bæði sárt um blómin sín og það skattfé sem árlega er lagt í viðhald á girðingum til að halda skepnunum frá þéttbýlinu. Meðfylgjandi mynd barst bb.is með skilaboðum að það sé augljóst öllum þekkja kindur hve mikil peningasóun það sé að reyna að girða í kringum Flateyri.

bryndis@bb.is

DEILA