Nýlega höfðu hjón af Vesturlandi samband við Íslenska getspá eftir að hafa unnið fyrsta vinning í lottó-útdrætti um miðjan júlí.
Hjónin höfðu haft viðkomu á Vesturrestaurant á Patreksfirði um miðjan júlí, ákváðu þar að skella sér á 10 raða lottómiða enda þrefaldur pottur og mikið í húfi.
Lukkudísirnar voru svo sannarlega með þeim í liði þar sem þessi happamiði reyndist vera með allar lottótölur vikunnar réttar og fengu þau óskiptan 1. vinning upp á rúmlega 33 milljónir króna.