Byssumenn á Óshlíð

Lögreglunni á Ísafirði barst tilkynning síðastliðinn laugardag um að menn væru að skjóta fugla á Óshlíð.

Er lögreglan mætti á staðinn viðurkenndu mennirnir að hafa verið að skjóta úr byssu en ekki á fugla.

Slíkt er litið alvarlegum augum enda meðferð skotvopna bönnuð á þessu svæði sem sannarlega er útivistarsvæði almennings.

Var aðilunum bent á að setja sig í samband við Skotíþróttafélag Ísafjarðar sem er með skotæfingarsvæðið til slíkra verka á Breiðadalsheiði.

DEILA