Aukin fjarkennsla í Háskóla Íslands

Jón Atli Benediktsson, rektor  Háskóla Íslands, sendi í gær út tilkynningu til starfsfólks og nemenda í skólanum þar sem hann boðar aukna rafræna kennslu, jafnvel að verulegu leyti. Í tilkynningu rektors kemur eftirfarandi fram:

  • Tilmælum sóttvarnarlæknis verður fylgt í hvívetna.
  • Ákvörðun um skipulag kennslu á hausmisseri verður kynnt á næstu dögum, en miðað við núverandi aðstæður er útlit fyrir að styðjast verði við rafræna kennslu að verulegu leyti.
  • Kostað verður kapps um að taka vel á móti nýnemum.
  • Byggingar Háskólans verða áfram opnar fyrir nemendur og starfsfólk með ákveðnum takmörkunum.
  • Leitast verður við að nýta byggingar háskólans til staðnáms eftir því sem kostur er.

Þetta mun óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri brautir í Háskólanum verði aðgengilegir nemendum sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins og boðið verði áfram upp á fjarnám, eftir Covid.

bryndis@bb.is

DEILA