Aðalvík: bryggjuviðgerð

Fimm fóru saman úr Ólafshúsi í vinnuferð að Látrum í Aðalvík að reyna að bjarga bryggjunni fyrir veturinn. Vinna við að setja upp bryggjuna hófst 2008 og hafa verið farnar nokkrar vinnuferðar síðan til að sinna nauðsynlegu viðhaldi.

 

Bryggjugerðarmenn komu á föstudagsmorgni 7. ágúst í roki og rigningu. Bryggjan var fyllt þar sem brimið hafði tekið úr henni, og grjót sett í svokallaðar pylsur framan við bryggjuna og að vestanverðu. Eins var bryggjan styrkt á austurkanti.

Á Látrum fékkst aðstoð frá vöskum víkingum úr Húsatúni og Jónshúsi. Borin voru hátt í 20 tonn af grjóti í bryggjuna og talið er að þetta dugi til að bryggjan lifi af veturinn.

Siglt var heim á sunnudagseftirmiðdag og var þá vinnu við bryggjuna að mestu lokið.

Ystabæjarmenn ætluðu að bæta við varnarpylsu ofarlega að vestanverðu í framhaldinu og þá mun bryggjan áfram gegna sínu hlutverki í víkinni en hún auðveldar allt aðgengi ferðafólks að Látrum í Aðalvík. Frjáls framlög upp í kostnað eru vel þegin.

Myndir: Gunnar Ingi Halldórsson

DEILA