Á laugardaginn er fyrsti heimaleikur Vestra þetta tímabilið.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 og er gegn Grindavík.
Um hörku leik er að ræða, þar sem Grindavík er spáð 2. sætinu í deildinni í ár. Komu niður í fyrra og ætla sér beint aftur upp.
Vegna smitvarna, þá verður grænmerkta svæðið hérna á myndinni aðeins ætlað leikmönnum og starfsfólki leiksins.
Gönguleiðir að stúkunni má hérna sjá rauðmerktar.
Að sjálfsögðu mun Viðburðastofa Vestfjarða sýna leikinn í þráðbeinni og hefst útsendingin klukkan 13:40 með umræðum og viðtölum. Hægt er að horfa hérna: https://www.youtube.com/watch?v=ri2ojknCwIQ