Þeir félagar Jógvan Hansen og Friðrik Ómar eru þessar dagar að skutlast á millu staða á húsbíll og syngja og skemmta landsbyggðinni. Alls halda þeir 23 tónleikar víðs vegar um landið. Núna eru þeir búnir að ljúka 12 tónleikum og segir Jógvan að það hafi verið rjúkandi fjör með mikilli gleði og glensi.
„Það er mikil þorsti eftir að fá smá líf og fjör eftir 3 mánaða stopp í tónlistarvinnuni“ segir Jógvan Hansen í samtali við Bæjarins besta. Þeir byrjuðu tónleikaferðina á Höfn í Hornafirði og enda á Dalvík.
Þeir tveir hafa þekkst síðan 2006 og hafa gefið út plötur og komið við á helstu stöðum á landinu árum saman og á Færeyjum.
Núna verða þeir hérna fyrir vestan og ætlað gera sitt allra besta til þess að skemmta og syngja fyrir gestum og gangandi. Tónleikar verða í Bolungarvík í kvöld, á Þingeyri annaðkvöld og Patreksfirði á sunnudaginn.
Miðar eru seldir á tix.is og við innganginn.