Styrking fjölmenningarseturs á ís í boði Miðflokksins

Frumvarp félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Daða Einarssonar, um málefni innflytjenda sem snýr að móttöku flóttafólks og innflytjendaráð hefur verið afgreitt úr út velferðarnefnd á Alþingi. Eftir vandaða yfirferð, góðar umsagnir og samhljóm innan nefndarinnar var málið  samþykkt en að kröfu Miðflokksins í lok þingsins var málið ekki flutt til afgreiðslu í þingsal. Það má ætla að í þeirri kröfu endurspeglist þeirra viðhorft til málefni innflytjenda.

Frumvarp þetta er samið í félagsmálaráðuneytinu í samráði við starfshóp um móttökuáætlanir sveitarfélaga. Með þessum breytingum er verið að styrkja Fjölmenningasetrið á Ísafirði þar sem því er ætlað að stýra þessu mikilvægu verkefni og því falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf í tengslum við móttöku flóttafólks.

Það er mikilvægt í ljósi fjölgunar flóttafólks á liðnum árum að ríki og sveitarfélög tryggi samfellda og jafna þjónustu þessa fólks. Frumvarpið var fullunnið inn í velferðarnefnd Alþingis þar sem undirrituð var framsögumaður málsins. Meirihluti velferðarnefndar taldi brýnt að bæta móttöku einstaklinga með vernd sem hafi ríka þörf fyrir aukinn stuðning fyrst við komu til landsins.

Því miður er málið sett á ís, í boði Miðflokksins.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm.

 

DEILA