POTTARNIR Á DRANGSNESI

Heitu pottarnir á Drangsnesi. Mynd: Westfjords.is

Ófáir Strandamenn hafa dregið sig saman í pottunum á Drangsnesi,enda hefur þar löngum verið samkomustaður ungs fólks á öllum aldri.

Pottarnir þrír eru fyrir neðan veg nálægt sjónum og eru þeir mjög vel sýnilegir frá þorpinu og veginum.

Vatnið er salt í pottunum.
Vinsældir pottanna virðast síst hafa minnkað síðustu misseri þó fyrirtaks sundlaug hafi verið reist í plássinu ekki fyrir svo löngu síðan.

Ókeypis aðgangur

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

DEILA