Listasafn Samúels stendur fyrir listahátíð í Selárdal um verslunarmannahelgina. Meðal þeirra sem fram koma eru Magnús Þór Sigmundsson og Monika Abendroth. Þórarinn Sigurbergsson leikur á gítar og Berta Ómarsdóttir mun syngja við undirleik Svans Vilbergssonar. Í boði verður leiðsögn í gönguferð í Selárdal, listasmiðja fyrir fjölskylduna, myndlistarsýning í Listasafni Samúels, matur úr héraðinu, kaffi og meðlæti, brennusöngur.
Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Erling Klingenberg, Elísabet Brynhildardóttir og Selma Hreggviðsdóttir opna myndlistarsýningu í Listasafni Samúels. Karina Hanney Marrero sér um jóga á morgnana. Loks mun Kómedíuleikhúsið flytja leikrit um Samúel og sýnd verður kvikmyndin Steyptir draumar í kirkjunni.Hátíðarpassi kostar kr. 9000 frá föstudegi til sunnudags, 31. júlí til 2. ágúst.
Hátíðarpassi kostar kr. 9000 frá föstudegi til sunnudags, 31. júlí til 2. ágúst.
Hægt er að fá dagspassa á 5.000 kr og tveggja daga passa á 7.000 kr.
Miðar eru til sölu á tix.is:
https://tix.is/is/event/10280/listahati-samuels-i-selardal-/
Nánari upplýsingar á facebook síðu Listasafns Samúels.