Upp úr sex í kvöld voru björgunarsveitir í Ísafjarðardjúpi kallaðar út vegna konu sem er í sjálfheldu í Óshyrnu við Bolungarvík. Konan virðist hafa verið í fjallgöngu en óskaði eftir aðstoða þar sem hún kemst ekki niður að sjálfsdáðum.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu.
Björgunarsveitarmenn eru komnir á svæðið og hafa náð að staðsetja konuna. Þeir eru nú að vinna sig upp fjallshlíðina til að komast til hennar og aðstoða hana niður.