Tónlistarhátíðin Sjö dagar sælir verður haldin á Ísafirði í fjórða sinn dagana 27.7-1.8 2020. Skúli Þórðarson hefur staðið fyrir henni um árabil í samstarfi við Tjöruhúsið.
Í fyrsta skipti fer hátíðin fram á fleiri stöðum en í Tjöruhúsinu og verður umfangsmeiri en verið hefur.
Una Sveinbjarnardóttir, einn listamannanna, segir að þetta sé tónlistarhátíð „þar sem nýsköpun er í aðalhlutverki og staðarlistamenn erum við í Strokkvartettinum Sigga. (siggistringquartet.com). Við fáum að spila með öllum listamönnum á hátíðinni og það er frábært samstarf og mjög spennandi.“
„Fókusinn er á frábærum vestfirskum listamönnum annars vegar, og og svo erum við að flytja IBM 1401 eftir vin okkar heitinn Jóhann Jóhannsson og Ernu Ómarsdóttur dansara sem er með okkur í Edinborgarhúsinu, en hún og Jói fluttu verkið útum allt. Á sama tíma var ég að spila með Jóa í öðru verkefni og við töluðum oft um að gera IBM með „live“ strengjakvartett. Nú er það að verða að veruleika á miðvikudaginn og með okkur er annar náinn samstarfsmaður Jóa og vinur, Ólafur Björn Ólafsson.“
dagskráin er sérlega glæsileg.
Verk Gabríelu Friðriksdóttir Berserkjareglan er á plakatinu.
Salóme Katrín opnar hátíðina í Turnhúsinu Neðstakaupstað á mánudagskvöldið kl 21.
Skúli mennski, stofnandi listahátíðarinnar leikur í Turnhúsinu á þriðjudagskvöld kl 21.
Á miðvikudag flytja Erna Ómarsdóttir, Ólafur Björn Ólafsson og Siggi String Quartet verk Ernu og Jóhanns Jóhannssonar IBM 1401 í Edinborgarhúsinu kl 20. Í kjölfarið leikur Mugison í Turnhúsinu kl 21:30.
Á fimmtudag verða útgáfutónleikar Halldórs Smárasonar í Hömrum kl 20, en hann gaf út sína fyrstu skífu, STARA, hjá Sono Luminus fyrir stuttu. Í kjölfarið spilar hljómsveitin Between Mountains í Turnhúsinu kl 21:30.
Föstudaginn 1. ágúst verður diskótek í Tjöruhúsinu Neðstakaupstað kl. 21.